Who

Startup SuperNova

Where

Reykjavik, Iceland

Date & Time

  • Apr 25th, 2021

Cost

N/A

Questions: hello@gan.co

Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur fyrir þróun nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja. Startup SuperNova byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki.

Tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og hljóta fjárstyrk að upphæð 1.000.000 kr. og aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu. Hraðallinn stendur yfir í tíu vikur og er skipt upp í þrjá fasa; mótun, framkvæmd og kynningu.

Þátttaka í Startup SuperNova miðar að því að koma vöru á markað. Þátttakendur fá fræðslu og þjálfun við þróun viðskiptahugmynda sinna og aðgang að hópi leiðandi sérfræðinga, þar á meðal reyndum frumkvöðlum og fjárfestum, sem þau hitta á skipulögðum mentorfundum. Reglulegir viðburðir verða í boði þar sem þeim gefst enn frekar tækifæri til að koma sér á framfæri og efla tengslanetið. Hraðlinum lýkur með fjárfestadegi þar sem þátttakendur kynna lausnir sínar fyrir fjárfestum, lykilaðilum í íslensku atvinnulífi og öðrum gestum.

Startup SuperNova verður starfrækt í hjarta Vísindagarða í Grósku, þar sem finna má suðupott nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Íslandi í nálægð við háskóla, Landspítalann og mörg helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins. Sú staðsetning veitir einstakt tækifæri til tilrauna, þekkingarflæðis og verðmætasköpunar.

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova. Í hraðlinum er leitast við að byggja upp hagnaðardrifnar viðskiptalausnir sem hafa burði til að keppa á alþjóðamarkaði